ÍSLENSKT HRÁEFNI Á TÆLENSKAN MÁTA

Best notið í góðra vina hópi!

_6219589994937731023_IMG_5913.jpg

FERSKUR OG FJÖLBREYTTUR

Fjölbreytni taílenskrar matargerðarlistar má rekja til ástar Taílendinga á góðum mat. Jafnvægi milli rétta er einn helsti metnaður matreiðslumanna í taílenskri matargerð, þar sem þar er blandað saman austrænum og vestrænum áhrifum. Útkoman er einstök.

Njótum saman

Skemmtilegt er að borða að taílenskum hætti. Þá eru margir mismunandi réttir pantaðir saman og þeim deilt á milli. Til þess að njóta matarins betur er sterkum og mildum réttum blandað saman. Taílendingar líta á mat sem eina af lífsins lystisemdum sem er best notið í góðra vina hópi. Prófaðu að borða á taílenskan máta!

IMG_3211.jpg

Taílenskur matur er margrómaður um allan heim vegna heilsusamlegra eiginleika hans og hefur í áratugi verið þekktur fyrir jákvæð áhrif á mannslíkamann. Mikið úrval af hráefni eins og jurtum, grænmeti, ávöxtum og kryddum gerir það að verkum að endalaust er hægt að búa til nýja, fjölbreytta og spennandi rétti.

60152415_303089583937563_8925669260655591424_n.jpg
IMG_3181.jpg
59899226_1099267960277033_9167108068356390912_n.jpg